Bandaríski tæknirisinn Microsoft gekk frá kaupum tölvupóstforritsins Acompli í síðustu viku. Kaupverðið er í kringum 200 milljón dollarar, eða 25 milljarðar króna.

Acompli er tölvupóstforrit fyrir iOS og Android sem kom út fyrr á árinu, styður Microsoft Exchange, auk þess sem forritið gerir manni kleift að búa til dagatalsviðburði án þess að notandinn sé fluttur yfir í annað forrit. Tæknimiðillinn The Verge komst svo að orði þegar Acompli kom út að það væri „Outlook fyrir iPhone sem Microsoft hefur ekki enn búið til“

Með kaupunum má einnig sjá merki breytinga hjá fyrirtækinu eftir að Satya Nadella tók við sem forstjóri, en þrátt fyrir hátt kaupverð þá styður Acompli ekki Windows Phone. Steve Ballmer, forveri hans, einblíndi mjög á Windows Phone og veitti öðrum stýrikerfum litla athygli þrátt fyrir meiri útbreiðslu.

Write A Comment

Exit mobile version