Amazon hefur stækkað Echo vörulínununa með myndavélinni Echo Look, sem fyrirtækið kynnti í gær. Fyrirtækið auglýsir vöruna þannig að helsta markmið hennar sé að skoða hvernig flíkurnar passa þér, þannig að þú getir bara beðið Echo um að taka mynd af þér, í staðinn fyrir að standa við spegil og taka sjálfu (e. selfie) til að ná myndum af klæðnaði þínum frá öllum hliðum.
Echo Look kemur líka með svokölluðu Style Check, sem notast við gervigreind og ráð frá tískusérfræðingum, sem á að hjálpa notandanum að velja þau föt sem fara honum/henni best hverju sinni.
Líkt og Amazon Echo og Echo Dot, þá geturðu beðið Echo Look um að lesa fréttir, spila tónlist o.s.frv. Echo Look er því í raun bara Echo hátalari með myndavél.
Á vörusíðu Amazon er ekki talað um möguleika Echo Look sem öryggismyndavél, en tækið hefur alla burði til þess að vera notað í þeim tilgangi, og stækkar þá þann markað, en öryggismyndavélin frá Nest
Echo Look kostar 199 dollara, og er eingöngu í boði fyrir útvalda aðila sem er gefinn kostur á að kaupa gripinn. Hægt er að óska eftir áhuga á vörusíðu Echo Look á Amazon.com.