Í dag er svartur föstudagur haldinn „hátíðlegur“ í Bandaríkjunum og víðar. Þetta er alltaf föstudagurinn eftir þakkargjörðarhátíðina vestanhafs, þar sem verslanir keppast um athygli neytenda sem eru reiðubúnir til að verja fé sínu í jólagjafir eða annað góðgæti.

Netverslunar- og tæknirisinn Amazon tekur auðvitað þátt í Black Friday eins og aðrir, og hér getur að líta helstu tilboðin frá fyrirtækinu. Flesta þessa hluti er ekki hægt að panta út fyrir Bandaríkin, þ.a. þú þarft annaðhvort að panta á hótel ef leið þín liggur vestur yfir haf á næstunni eða nota þjónustu á borð við MyUS til að fá vöruna til Íslands.

Þá skulum við kíkja á bestu tilboðin. Ef þú stefnir á að panta marga hluti og ert kannski að fara í ferðalag á næstu dögum þá viltu kannski taka prufutímabil með Amazon Prime. Þá geturðu fengið sendingar afhentar hvert á land sem er í Bandaríkjunum tveimur dögum eftir að þú pantar.

Amazon tæki

Amazon slær talsvert af tækjum sem fyrirtækið framleiðir í dag.

Eitt tæki sem er ekki á afslætti, en er hægt að panta til Íslands, er Amazon Fire TV Stick Basic Edition. Það kostar $49.99, þannig að með sendingarkostnaði og virðisaukaskatti þá kostar tækið samt minna en 10 þúsund krónur.

Aðrar vörur

Það er hægt að sjá fleiri vörur hér en ofangreindar vörur eru áhugaverðustu tilboðsvörurnar að mínu mati.

Author

Exit mobile version