Árið 2017 hefur verið áhugavert, svo ekki sé meira sagt, hjá þeim sem eiga rafmyntir á borð við Bitcoin, Ethereum, Litecoin o.fl. Bitcoin er vafalaust þekktasta rafmyntin, en margir söluaðilar víða um heim taka við Bitcoin í almennum viðskiptum, og síðasta sunnudag hófust  afleiðuviðskipti með Bitcoin í CBOE kauphöllinni í Bandaríkjunum.

Allar þessar rafmyntir hafa hækkað nokkuð í verði frá byrjun árs. Eitt Bitcoin kostaði $1018 (USD) í byrjun árs en stendur nú í $17375 og Ethereum hefur hækkað úr $7,23 upp í $609. Það þýðir að ef þú hefðir fjárfest fyrir 30 þúsund krónur í Bitcoin í janúar þá ættirðu núna rúma hálfa milljón króna.

Þegar aðilar heyra af þessari stjarnfræðilegu hækkun þá vilja þeir gjarnan dýfa tánni í spennandi heim rafmynta

Áður en lengra er haldið viljum við benda á að þótt að rafmyntir hafi hækkað mikið í verði á þessu ári, þá hafa komið tímabil þar sem t.d. Bitcoin tekur skarpa dýfu. Í nóvember 2013 kostaði 1 BTC $1242 en í mars 2015 hafði gengi Bitcoin lækkað niður í $200. Þess vegna mælum við ekki með að aðilar setji neinn pening í rafmyntir nema um sé að ræða pening sem hefði annars farið í einhverjar tómstundir, getraunir eða lottó.

Hver er þá einfaldasta leiðin til að kaupa Bitcoin?

Það eru margar leiðir til að kaupa Bitcoin, en einfaldasta leiðin að okkar mati er með því að nota þjónustu sem heitir BitPanda. því þar geturðu keypt Bitcoin, Ethereum, Litecoin og Dash með kreditkorti, þannig að þú ert komin með rafmynt í „hendurnar“ mun fljótar heldur en ef þú sendir peningagreiðslu (sem er líka hægt).

BitPanda er ýmsar takmarkanir á viðskiptum eftir því hvernig reikning þú ert með. Til þess að geta keypt Bitcoin og aðrar rafmyntir með kreditkorti þá þarftu að vera með „Gold status“. Allir þessir reikningar eru ókeypis, en munurinn er sá að til að fá Gold status þarftu að fara í gegnum auðkenningarferli, þar sem þú átt stutt myndsímtal með starfsmanni auðkenningarþjónustu, sýnir viðkomandi starfsmanni vegabréfið þitt. Ferlið sjálft tekur örfáar mínútur, en biðin getur stundum verið löng. Ég beið í tæpan klukkutíma þegar ég fór í gegnum ferlið á sínum tíma.

Hér má sjá hvaða takmarkanir eru á innlögnum og úttektum hjá Bitpanda eftir því hver staða manns er í kerfinu þeirra
Exit mobile version