iPhone: Við höfum áður gefið ykkur hugmyndir um 10 iPhone forrit sem gaman er að eiga, en nú ætlum við að gera gott betur og nefna 50 bestu forritin fyrir iPhone. Stundum eru forrit nefnd sem bjóða upp á sömu eða mjög svipaða eiginleika. Það er gert því mér finnst t.d. mjög þægilegt að nota Shazam, á meðan margir vinir mínir nota frekar SoundHound, en þessi forrit eru mjög svipuð að eiginleikum.
Vert er að benda á að ef pósturinn er skoðaður í iOS tæki (iPhone/iPad/iPod Touch), þá leiða tenglarnir á forritin mann í App Store, þannig að við lesturinn ertu tveim smellum frá því að vera kominn með forritið í tækið þitt. Vindum okkur í þetta.
Shazam er fjórða vinsælasta forritið í App Store, ekki að ástæðulausu. Þetta forrit á sér langa sögu, og virkni þess er einföld. Þú heyrir lag í útvarpinu sem þú þekkir ekki, ræsir forritið og smellir á Shazam merkið. Forritið sér um afganginn.
Verð: Ókeypis eða $6.99 fyrir lúxus útgáfuna. [App Store tenglar]
TuneIn Radio. Með þessu forriti geturðu hlustað á útvarpsstöðvar víða um heim, þannig að þú þarft ekki að örvænta þótt þú sért ekki með mikið af tónlist inni á símanum. Getur meira að segja hlustað á allar helstu útvarpsstöðvarnar á Íslandi.
Verð: Ókeypis. TuneIn Radio Pro kostar $9.99 (áður $0.99), ef þú vilt geta tekið upp það sem þú ert að hlusta á. [App Store tenglar]
SoundHound: Eins og nefnt var í byrjun greinarinnar þá er þetta forrit mjög svipað Shazam, nema að með SoundHound geturðu (eða a.m.k. reynt) að raula lagið sem þú vilt fá að vita hvað heitir. Þegar forritið finnur lagið þá fylgir texti lagsins einnig oft með svo þú getir sungið með í bílnum.
Verð: Ókeypis (með auglýsingum) en annars $6.99. [App Store tenglar]
Podcaster er forrit sem gerir þér kleift að hala niður og fylgjast með þar til gerðum útvarpsþáttum sem til eru í podcast formi (íslenska heitið er hlaðvarp), án atbeina tölvu. Með því að nota þetta forrit, þá geturðu hlustað á (suma) uppáhaldsþættina þína hvar og hvenær sem er. Á vef RÚV er hægt að gerast áskrifandi að mörgum þáttum í gegnum podcast sem við mælum eindregið með.
Ef þú hefur klárað Angry Birds, þá geturðu prófað framhaldsleikina Angry Birds Seasons ($0.99) eða Angry Birds Rio ($0.99)
Tiny Wings: Þessi leikur náði toppsætinu af Angry Birds í smá tíma, og ekki að ástæðulausu. Svipað einfaldur og Angry Birds… jafnvel aðeins meira ávanabindandi. Eftir að þú klárar hann þá er ólíklegt að þú munir spila hann aftur.
Evernote: Frábært forrit til að halda utan um minnispunkta, kvittanir og margt fleira. Einn helsti kosturinn við forritið er að ef þú skannar inn myndir (t.d. kassakvittun í fínum gæðum) þá geturðu framkvæmt textaleit á myndunum. Einnig til á PC og Mac.
Simplenote: Simplenote er einungis notað til að punkta niður texta í sinni einföldustu mynd (ekkert formatting á texta), en gerir það mjög vel. Líkt og með Evernote, þá vistaru allt sem þú skráir á vefþjóni þeirra, og getur því skoðað, búið til eða breytt minnismiðum í tölvu. Besti eiginleiki forritsins að mínu mati er þó að geta deilt minnismiðum með öðrum notendum Simplenote, þannig að t.d. er hægt að skrifa innkaupalista í forritinu og deila honum með öðrum Simplenote notanda.
Facebook: Óþarfi að kynna Facebook eitthvað frekar. Vinsælasta iOS forritið. Forritið getur stundum verið leiðinlegt, en mun skárra heldur en vefviðmótið.
Twitter: Munurinn á Facebook forritinu að ofan og Twitter, er að það eru til ótal Twitter forrit á iOS, og mörg þeirra mjög góð. Opinbera forritið frá Twitter er þó með þeim betri, og ekki síst af því það er ókeypis. (Meðan ég man, þá er Einstein.is auðvitað á Twitter)
TweetDeck: Twitter og Facebook, allt á einum stað. Opinbera Twitter forritið nægir flestum notendum, en TweetDeck býður upp á ýmsa möguleika sem Twitter forritið hefur ekki. Forritið náði slíkum vinsældum að þeir hjá Twitter sáu sig knúna til að kaupa fyrirtækið á 40-50 milljónir bandaríkjadala. TweetDeck býður þér upp á að flakka á milli flipa, sem gerir þér auðvelt um vik að fylgjast t.d. með mörgum Twitter listum ef þú hefur sett þá upp (t.d. einn fyrir vini og vandamenn, annan fyrir frægt fólk, annan fyrir blogg o.s.frv.).
Viber: Það hefur áður verið rætt um þetta frábæra forrit (m.a.s. tvisvar), en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hringir og sendir frítt í aðra Viber notendur. Ekkert nema snilld.
Bump: Skref 1: Náðu í forritið. Skref 2: Segðu vini þínum að ná í forritið. Skref 3: Deilið svo myndum, forritum, tónlist og fleiru með því að (sorry) „kless’ann“.
Fring: Samskiptaforrit sem er til fyrir iOS, Android og Nokia síma. Getur farið á MSN, Google Talk og fleiri þjónustur í forritinu ef þú vilt spjalla við vinina.
FourSquare: Láttu vini þína vita hvar þú ert staddur. Mjög hentugt í ferðalögum erlendis ef þú vilt t.d. finna einhvern góðan stað til að borða og fá ráð um hvað þú eigir að panta á staðnum.
Posterous og Tumblr: Nefnum þetta í sömu andrá því þetta eru mjög svipaðir miðlar. Þægilegt er að nota þessi forrit (hvort um sig) m.a. til að senda inn mynd eða myndband. Posterous nýtur einnig nokkurra vinsælda hjá foreldrum, sem búa þá til Posterous síðu fyrir barnið sitt, því hægt er að læsa síðunum með lykilorði (Tumblr býður ekki upp á það).
Með Hipstamatic þá er engu líkara en þú sért kominn á 88 mílna hraða til ársins 1985. Þetta er vinsælasta myndavélaforritið á iPhone, og gefur myndunum manns svona „old school“ fíling. Getur stillt filtera og flass-ið í forritinu, og útkoman á myndunum er oft og tíðum mjög skemmtilegt. Forritið hentar best ef þú þarft ekki að taka mynd í flýti.
Instagram: 11 milljón notendur eru með þetta forrit sett upp á tækjum sínum. Það segir sína sögu. Ekki ósvipað Hipstamatic, með ýmsa filter og þannig lagað, nema kannski í minni kantinum, og með þessu forriti deilirðu myndinni beint á Instagram reikninginn þinn. Síðan er auðvelt er að tengja Instagram við Facebook og/eða Twitter.
Photogram: Með þessu forriti geturðu sent myndina þína á Facebook, Twitter og í tölvupósti… allt á sama tíma. Einnig hægt að senda myndirnar í „póstkorti“ ef svo má að orði komast.
Camerabag: Enn eitt filterforritið, en í miklu uppáhaldi hérna sökum þess hversu einfalt það er. Camerabag býður upp á 14 filtera, t.d. þannig að myndin líti út eins og hún hafi verið tekin á Polaroid myndavél, 70s og 60s filterar og fleira í þeim dúr. Dæmi um myndir teknar með Camerabag má sjá á Flickr síðu forritsins.
IMDb forritið er einfaldlega eitthvað forrit sem maður verður að eiga. Með forritinu þá geturðu útkljáð deilur eins og hvort Benicio Del Toro hafi virkilega leikið í Bond mynd á innan við mínútu.
Instapaper: Vistaðu greinar sem þig langar að lesa síðar. Getur bæði vistað greinar í tölvu og á iOS tækinu þínu. Allt fer þetta síðan á Instapaper reikninginn þinn, þar sem þú getur lesið greinina í þægilegu sniði án auglýsinga og/eða annarra truflana.
Reeder: Ef þú notar Google Reader til að lesa síður, þá er Reeder virkilega þægilegt forrit. Setur inn upplýsingarnar í Google Reader. Þægilegt að lesa fréttir og greinar í þessu, og getur hæglega sent greinar sem þú ert að lesa á Twitter, Facebook, Instapaper og fleiri forrit og þjónustur.
Pulse for iPhone: Skemmtilegri leið til að lesa uppáhalds síðurnar þínar. Lífgar aðeins upp á nethringinn í símanum. Með forritinu fylgja nokkrar sjálfgefnar síður þannig að þú getur séð hvernig forritið virkar án þess að gera nokkuð. Einnig er hægt að tengja þetta við Facebook, og skoða það helsta sem vinirnir þínir eru að deila í forritinu.
Kindle: Mjög fínt ef þú átt Amazon Kindle og hefur keypt rafbækur fyrir tækið Amazon, annars hefurðu engin not fyrir þetta forrit. Forritið stillir sig við Kindle reikninginn þinn, þannig að ef þú hættir að lesa bók í Kindle rafbókalesaranum, þá geturðu haldið haldið lestrinum áfram þar sem frá var horfið í símanum þínum. Hentugt þar sem þú ert alltaf með símann á þér, en ekki alltaf með Kindle-inn.
Meniga: Íslenskt forrit sem tengist meniga.is sem viðskiptavinir Arion banka og Íslandsbanka geta nýtt sér. Getur skoðað og stjórnað heimilisfjármálunum með forritinu.
My Wallet+ : Fylgstu með fjármálunum þínum. Getur skoðað yfirlit fyrir hverja viku, mánuð og séð hversu miklu þú eyðir í bensín, mat, munaðarvörur og fleira.
RunKeeper: Ef þú ferð mikið út að ganga/hlaupa/hjóla þá geturðu notað GPS tækni símans með RunKeeper til að mæla hversu langt og hratt þú ert að gera að hlaupa/hjóla o.s.frv. Getur stillt það til að spila ákveðna lagalista þegar þú byrjar. Þá geturðu stillt ýmsar æfingar í forritinu, og færð þá leiðbeiningar frá „þjálfara“ hvenær þú átt að bæta aðeins í o.fl. Að endingu þá er hægt að tengja forritið við alla helstu samfélagsmiðlana, ef þú vilt deila árangrinum með vinum þínum.
Couch to 5K: Ef þú hefur enga eða litla reynslu af hlaupum en langar að fara að byrja, þá skaltu ná í Couch to 5K. Forritið inniheldur 9 vikna prógram, 3 skipti í viku, með það að markmiði að þú getir hlaupið 5km samfleytt.
Lose It! Haltu utan um mataræðið með þessu forriti. Getur sett þér markmið, og fylgst með því hvað þú ert að setja ofan í þig. Viljum þó benda á að orkuþörf kvenna er u.þ.b. 2000 kaloríur og 2500 hjá körlum, þannig að hafið það í huga þegar forritið er notað, þ.e. hófs sé gætt við notkun.
Scan: Einfalt forrit til að skanna inn QR kóða. Mjög hentugt forrit, sér í lagi þar sem að sumir fjölmiðlar bjóða upp á aukinn fróðleik ef maður skannar inn QR-kóða sem fylgir með umfjöllun.
Gas Cubby notar maður til að halda utan um eldsneytiskostnað á bílnum. Getur í leiðinni séð verðþróun og hversu miklu bíllinn eyðir ef þú nýtir alla eiginleika forritsins. Einstaklega hentugt ef maður þarf að halda utan um bensínkostnað t.d. vegna vinnunnar.
Verð: $4.99 [App Store] (Ókeypis útgáfa er einnig til, en sumir notendur kveða að ekki sé hægt að fylgja með eyðslu bílsins í þeirri útgáfu)
WolframAlpha. Af hverju er himininn blár? Hvenær er flóð og fjara í Reykjavík á morgun? Hversu mikið atvinnuleysi er á Íslandi? Wolfram Alpha getur svarað þessum spurningum, og mörgum fleirum.
Flottur listi! Sjálfur nota ég Endomondo til að hlaupa með. Hefur reynst mér mjög vel. Einnig er Pulse mjög flott til að halda utan um hvaða fréttir og síður þú skoðar mest
1 Comment
Flottur listi! Sjálfur nota ég Endomondo til að hlaupa með. Hefur reynst mér mjög vel. Einnig er Pulse mjög flott til að halda utan um hvaða fréttir og síður þú skoðar mest