iPhone: Við höfum áður gefið ykkur hugmyndir um 10 iPhone forrit sem gaman er að eiga, en nú ætlum við að gera gott betur og nefna 50 bestu forritin fyrir iPhone. Stundum eru forrit nefnd sem bjóða upp á sömu eða mjög svipaða eiginleika. Það er gert því mér finnst t.d. mjög þægilegt að nota Shazam, á meðan margir vinir mínir nota frekar SoundHound, en þessi forrit eru mjög svipuð að eiginleikum.
Loksins er komið gagnlegt leiðsöguforrit í iOS tæki (þ.e. iPhone og iPad 3G) sem virkar á Íslandi, en hingað til hefur Ísland ekki verið á heimskortinu hjá stórfyrirtækjum á borð við Navigon og TomTom, sem eru leiðandi fyrirtæki á þessu sviði, og Íslendingar þurft að reiða sig á Garmin tæki til að njóta leiðsagnar í akstri hérlendis.
Wisepilot Navigation er nýtt forrit frá Appello Systems sem breytir því. Íslandskortið er það sem gerir forritið að vænlegum kosti hérlendis, en eftirfarandi fídusar eru meðal þeirra sem forritið býður upp á: