Undanfarnar tvær vikur þá hafa starfsmenn Google unnið hörðum höndum að því að laga þessa villu (og fleiri) og í gærkvöld kom lagfærð útgáfa af forritinu.
Helstu eiginleikar forritsins eru svohljóðandi:
– Tilkynningar (e. push notifications), þannig að þú þarft ekki að kanna póstinn þinn reglulega (sparar samt rafhlöðuna að hafa slökkt á þessu almennt)
– „Pull down to refresh“ ef þú vilt kanna hvort það sé nýr póstur kominn. Hljómar eins og eitthvað „meh, ekkert merkilegt“ en er frekar þægilegur eiginleiki.
– Einföld leið til að skipta á milli flokka (e. Labels), með einni hreyfingu, og þá kemur valmynd upp ekki ósvipuð þeirri sem Facebook forritið býður upp á.
– Hægt að senda myndir/myndbönd úr Camera Roll sem viðhengi.– Leitaðu í þúsundum tölvupósta og fáðu leitarniðurstöður á svipstundu (mikill kostur umfram iOS Mail)
Gmail [App Store] og nokkur skjáskot úr forritinu:
[nggallery id=1]