Mac: Ýmis forrit eru til fyrir Apple tölvur sem gera fátt annað en að breyta sniði á videoskrám til að hægt sé að horfa á efnið í iPhone, iPad o.s.frv. Maður þarf þó ekki að leita langt til að gera þetta, því þetta er allt hægt með QuickTime Player sem fylgir öllum Apple tölvum. Eina sem notendur þurfa að ná í er lítil viðbót sem heitir Perian, og er innan við 5MB að stærð. Leiðarvísir að neðan:

 

Skref 1: Náðu í Perian. Það gerir QuickTime Player í Mac kleift að opna ýmsar gerðir af skrám (t.d. .avi skrár)

Skref 2: Opnaðu myndbandsskrána í QuickTime Player.

Skref 3: Farðu í File > Save As (Shift+Cmd+S) og veldu Format: iPhone.

Skref 4: Kíktu í sturtu og þá ætti þetta að vera tilbúið.  Að jafnaði þá tekur aðgerðin  15-20 mínútur fyrir einn venjulegan sjónvarpsþátt, en það veltur samt á örgjörva tölvunnar, vinnsluminni, hvort fleiri forrit séu í gangi o.fl.

Author

Write A Comment

Exit mobile version