fbpx
Tag

video

Browsing

PlayStationÞað hafa margir lent í því að tengja PS3 við annað sjónvarp og fá þá enga mynd á skjáinn. Vandinn er þá oftast sá að tölvan var tengd við fyrra sjónvarp með HDMI og það síðara með SCART. Oft þegar maður áttar sig á vandanum þá er skaðinn skeður, þannig að ekki er hægt að fara í Settings og breyta myndútganginum. Sem betur fer þá er einföld lausn til við þessu.

VLC getur nú spilað YouTube myndböndWindows/Mac/Linux: Liðnir eru þeir dagar að maður var að ná í fjöldann allan af codec pökkum til að spila vissa gerð af skrám, þökk sé VLC Media Player. Þetta forrit þekkja margir og mæra, eflaust af þeirri ástæðu einni að það er þrautin þyngri að finna skrársnið sem þetta forrit spilar ekki án nokkurra vandræða.

Mac: Ýmis forrit eru til fyrir Apple tölvur sem gera fátt annað en að breyta sniði á videoskrám til að hægt sé að horfa á efnið í iPhone, iPad o.s.frv. Maður þarf þó ekki að leita langt til að gera þetta, því þetta er allt hægt með QuickTime Player sem fylgir öllum Apple tölvum. Eina sem notendur þurfa að ná í er lítil viðbót sem heitir Perian, og er innan við 5MB að stærð. Leiðarvísir að neðan:

RipItMac: Fjölmargir notendur ríghalda í DVD spilarana sína því þeir eiga 40-50 DVD myndir sem gera ekkert nema að taka pláss. Ef fólk vill eiga myndirnar, en spara sér hilluplássið þá býður forritið RipIt frá The Little App Factory fyrir Mac upp á lausn, sem er svo einföld að leikskólabörn ættu að getað notað forritið.