Turn Off The LightsFirefox/Chrome/Safari/Opera/IE: Turn Off The Lights er einföld viðbót, sem er til fyrir alla helstu vafra (sjá upptalningu að ofan). Það sem viðbótin gerir er að sverta allt á skjánum nema myndbandið sem þú ert að horfa á. Þessi viðbót ætti t.d. að breyta lífi þeirra til sem nota YouTube mikið í þeim tilgangi að horfa á þætti og/eða kvikmyndir.

Eftir að náð er í viðbótina, þá er nóg að ýta á lampann í address bar (eða við hliðina á honum í Firefox) og þá verður allt nema myndbandið sem þú ert að horfa á svart (eða dökkt, stillingaratriði). Eins og viðbótin kemur úr kassanum þá virkar hún vel með YouTube, en til að fá hana til að virka á öðrum síðum sem nota Flash myndbönd, t.d. á íslenskum vefjum þá þarf að fara í stillingar á viðbótinni (Dæmi: Tools – Add-ons í Firefox, Window – Extensions í Chrome) og þar í Advanced Options, og haka þar við „Show all Flash objects“.

Turn Off The Lights [Firefox]

Turn Off The Lights [Chrome]

Turn Off The Lights [Safari – er í Most Popular flipanum]

Turn Off The Lights [Opera]

Turn Off The Lights [Internet Explorer]

 

Að neðan má sjá viðbótina í notkun:

 

Author

1 Comment

  1. Hmm, tækni breytir nú ekki lífinu svo mikið, en er stundum til góðs þegar við tökum hana í notkun fyrir okkur. Það sem umrædd viðbót gerir fyrir notandann er að minnka áreiti á augu og þar með minnka þreytu við að horfa. Það sem mestu máli skiptir tæknilega séð er að minnka orkunotkun og er þá sérstaklega hentug fyrir fartölvur og þess háttar tæki sem reiða sig á rafhlöðu.

Write A Comment

Exit mobile version