Ef þú vilt hlusta á stöku lag án þess að ræsa Spotify (eða búa til Spotify aðgang), þá er Streamus…
Nokkrar nýjar þjónustur bættust í forritaúrvalið á Apple TV í gær, auk þess sem YouTube, eitt elsta forritið á Apple TV tækjum fékk stóra…
Næstkomandi mánudag mun Google kynna nýja streymiþjónustu, YouTube Music Key, sem kemur til með að kosta 10 dollara á mánuði (og þá væntanlega 10 evrur/mán hérlendis miðað við verðlag á Spotify).
Áskrifendur þjónustunnar munu geta horft á tónlistarmyndbönd og hlustað á lög af YouTube án auglýsinga, og einnig haldið spilun áfram þótt símanum sé læst, ef notendur skipta yfir í annað forrit eða internettengingin rofnar.
Síðasta vefsíða vikunnar á þessu herrans ári 2012 er ListenToYouTube.
ListenToYouTube gerir notendum kleift að slá inn vefslóðir YouTube myndbanda, og vefsíðan tekur svo hljóðið úr viðkomandi myndbandi og gefur þér kost á að sækja hann sem mp3 skrá.
GIF síður eru að skjóta upp kollinum víða á internetinu, og því er við hæfi að vefsíða vikunnar tengist GIF bransanum að einhverju leyti, sem í þetta skiptið er vefforritið YT2GIF (rétt marði The Useless Web í harðri baráttu)
http://www.youtube.com/watch?v=9bZkp7q19f0
Myndbandið Gangnam Style með suður-kóreska söngvaranum PSY varð í gær vinsælasta YouTube myndband allra tíma, þegar það tók fram úr Baby með Justin Bieber.
Margir sem lessa þetta hugsa eflaust „en… en… það er YouTube forrit á iPhone!?!“. Það er allt satt og rétt og hefur verið eitt af þeim forritum sem fylgja með iOS tækjum, en það breytist þegar iOS 6 kemur út á næstu dögum.
YouTube forritið mun ekki fylgja með iOS 6 og þá báðu YouTube notendur um nýtt og betra forrit.
Það er ekki svo galið í byrjun mánaðarins að líta yfir farinn veg og sjá vinsælustu auglýsingarnar á myndbandavefnum YouTube í febrúar. Vefmiðillinn Mashable tók saman vinsælustu auglýsingar febrúarmánaðar og birti þær á vef sínum. Það kemur eflaust fáum á óvart að hluti af þessum auglýsingum voru frumsýndar fyrir Super Bowl, sem fór fram 5. febrúar síðastliðinn.
Ef þú átt iPad og tekur oft góðan YouTube hring á honum, annaðhvort sjálfur eða með vinum og vandamönnum, þá getur það verið heldur leiðinlegt að þurfa að stoppa á milli myndbanda, velja annað, láta það hlaðast og hefja svo spilun á ný. Nowbox tæklar þetta vandamál nokkuð vel, og gerir áhorf YouTube myndbanda bæði þægilegra og skemmtilegra. Forritið er ókeypis, þannig að það sakar ekki að prófa.
Fyrir stuttu síðan þá breytti Google viðmótinu í Gmail og Google Reader fyrir stuttu, og næst á dagskránni er YouTube. Sitt sýnist hverjum um hvort útlitið er betra, en ef þú vilt prófa nýja viðmótið, á skaltu lesa áfram.
Firefox/Chrome/Safari/Opera/IE: Turn Off The Lights er einföld viðbót, sem er til fyrir alla helstu vafra (sjá upptalningu að ofan). Það sem viðbótin gerir er að sverta allt á skjánum nema myndbandið sem þú ert að horfa á. Þessi viðbót ætti t.d. að breyta lífi þeirra til sem nota YouTube mikið í þeim tilgangi að horfa á þætti og/eða kvikmyndir.