Einu sinni var tíðin sú að þegar besti vinur, systkini eða börn fluttu til útlanda að maður heyrði í viðkomandi aðilum 1-2 á haustin og jafn oft á vorin. Með tilkomu ýmissa forrita, fyrir bæði snjallsíma og/eða tölvur þá er nú hægt að auka sambandið án þess að borga krónu fyrir (nema þegar forritin eru notuð yfir 3G á síma).
Svo er vitanlega einnig hægt að nota þessi forrit til að tala við vini innanlands ef maður vill minnka símreikninginn til muna. Nú verður farið yfir helstu lausnirnar:
Skype
Kostir:
– Útgáfur til fyrir allar gerðir tölva, og flesta snjallsíma.
– Flestir þekkja Skype, þannig að þú þarft ekki að eyða 5 mínútum í að útskýra hvað Skype sé, eftir að þú bendir fólki á að það geti notað það til að hafa samband við þig.
– Fín gæði á hljóðsímtölum.
Gallar:
– Gæðin á myndsímtölum á Skype eru misjöfn.
Viber
Kostir:
– Einfalt í uppsetningu, notar símaskrá notandans til að finna aðra Viber-notendur.
Gallar:
– Misjöfn gæði á símtölum. Okkar reynsla er að þau séu ekkert svakaleg ef báðir aðilar eru að tala saman yfir 3G net.
FaceTime
Kostir:
– Einfalt og þægilegt í notkun
Gallar:
– Eingöngu fyrir Mac og iOS.
Kik Messenger
Kostir:
– Hægt að senda texta og myndir
– Virkar á flestum snjallsímum
Gallar:
– Einungis skilaboð, hvorki hljóð né mynd.
Niðurstaða:
Allir hafa sínar óskir um forrit, og það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Með því að prófa sig áfram í þessum forritum þá munu notendur eflaust átta sig á því að sum forrit hafa eiginleika sem önnur hafa ekki, sem þeir ýmist elska eða hata. Enn sem komið er þá trónir Skype ennþá á toppnum að okkar mati, þar sem að það er til fyrir öll símkerfi og bæði tölvur og snjallsíma.
Við mælum þó eindregið með því að iOS og Android notendur setji upp Viber, ef ekki nema bara til að minnka símreikninginn og senda skilaboð á vini sem eru hjá öðrum símkerfum í gegnum það.
3 Comments
Sko, réttara væri að segja að með því að nota eitthvað af þessum téðum forritum þá héldi maður meira sambandi við vini og ættingja erlendis án þess að borga krónu aukalega fyrir.
Því það kostar all margar krónur fyrir heimili að reka þessa tölvutækni í dag, menn þurfa að fjárfesta í tölvu og borga síðan mánaðarlegt gjald fyrir nettengingu. Með sanni mætti segja að þetta væru með dýrustu símum sem hægt væri að fá en auðvitað er þessi notkun einungis hluti af því sem maður gerir í tölvunni…
Ég varmeð Skype á gömlum Nokia síma sem virkaði vel. Símarnir þurfa ekki að kosta milljón. Sumir android símar eru líka alveg mjög ódýrir.
Þakka ábendinguna Arnar, breytti fyrirsögninni í kjölfar hennar.