Hér kemur CCleaner til sögunnar, en forritið losar þig við þetta rusl (c-ið í CCleaner stendur fyrir crap) með mjög einföldum hætti, og bónusinn er sá að tölvan verður oft hraðari fyrir vikið (við getum ekki tryggt að það gerist, en reynslan er sú að notendur eru almennt ánægðari með tölvurnar sínar eftir að þeir keyra forritið).
Helstu skrárnar sem CCleaner eyðir öllum helstu skammtímaskrám sem geymdar eru á kerfinu (e. temporary files), en þar að auki finnur hún t.d. einnig flýtivísanir í forrit sem ekki eru lengur á forritinu og eyðir þeim, og færslum í Registry sem vísa á ekkert. Auk þess að eyða ónauðsynlegum skrám þá stendur líka vörð um einkalíf notenda sinna, með því að eyða ferlum (e. history) og kökum (e. cookies), sem stundum safna upplýsingum um notendur.
Þegar þú keyrir CCleaner þá geturðu alltaf fyrst látið forritið greina hvað hún finnur með því að velja Analyze, og þá færðu stutta samantekt á því hvaða gögnum forritið mun eyða (sem veltur á stillingunum þínum) og hversu mikið pláss fæst með því að keyra forritið. Samkvæmt hlutarins eðli, þá hreinsar maður almennt mest til þegar forritið er notað í fyrsta sinn, en síðan mælum við með því að nota forritið reglulega, a.m.k. einu sinni í mánuði.
Að neðan má sjá stuttan lista á ensku yfir helstu eiginleika CCleaner