youtube-new-look.jpg

Fyrir stuttu síðan þá breytti Google viðmótinu í Gmail og Google Reader fyrir stuttu, og næst á dagskránni er YouTube. Sitt sýnist hverjum um hvort útlitið er betra, en ef þú vilt prófa nýja viðmótið, á skaltu lesa áfram.

Eftirfarandi leiðbeiningar virka einungis fyrir Firefox og Chrome, þannig að notendur annarra vafra þurfa að gleypa stoltið og prófa annan hvorn af þessum tveimur ef þeir vilja sjá prófa nýja viðmótið. Leiðbeiningarnar hljóða svo:

Firefox

Skref 1: Til að fá nýja viðmótið þá þarftu að fara inn á youtube.com. Þegar þú ert þar þá skaltu ýta á Ctrl+Shift+K (Windows) eða Cmd+Shift+K (Mac)

Skref 2: Sláðu inn eftirfarandi texta í boxið sem birtist (án gæsalappa):

document.cookie=“VISITOR_INFO1_LIVE=ST1Ti53r4fU“;

Skref 3: Prófaðu að hlaða síðuna upp á nýtt, og þá ætti nýja viðmótið að birtast þér.


Chrome

Skref 1: Til að fá nýja viðmótið í Chrome, farðu þá sömuleiðis inn á youtube.com. Þegar þú ert þar skaltu ýta á Ctrl + Shift + J (Windows) eða Cmd + Alt + J (Mac). Í efstu stikunni skaltu velja Console lengst til hægri, sbr. eftirfarandi mynd:


Skref 2: Sláðu svo inn eftirfarandi texta í línuna eins og myndin að ofar sýnir:

document.cookie=“VISITOR_INFO1_LIVE=ST1Ti53r4fU“;

Skref 3: Prófaðu að hlaða síðuna upp á nýtt, og þá ætti nýja viðmótið að birtast þér.

Author

Write A Comment

Exit mobile version