Ninite leysir þetta vandamál, með því að búa til eitt stórt uppsetningarforrit þannig að þú getur sett upp öll þau forrit sem þig grunar að þú munir nota (og fleiri til) án þess að þurfa að fara í gegnum það ferli að sækja eitt forrit, endurræsa tölvuna sækja annað o.s.frv.
Notkun Ninite er svo einföld að það er nánast ótrúlegt. Þú ferð inn á síðuna þeirra, hakar við forritin sem þú vilt setja upp, smellir svo á Get Installer neðst, og þá byrjar ballið.