
Ef þú notar margmiðlunarforritið XBMC daglega, þá getur verið þægilegt að stjórna forritinu með fleiri aðferðum en bara lyklaborðinu (eða Apple TV fjarstýringu á tæki sem búið er að framkvæma jailbreak á).
Á innan við fimm mínútum geturðu stillt XBMC þannig að hægt er að stjórna forritinu úr hvaða netvafra sem er, ef tölvan er tengd við sama staðarnet (e. Wi-Fi) og netið sem XBMC forritið tengist.
Facebook tekur alltaf einhverjum breytingum á nokkurra mánaða fresti, notendum ýmist til ánægju eða mæðu. Meðal breytinga sem voru gerðar á þessum vinsæla samskiptamiðli var svokallað „Theater mode“ sem birtist nú alltaf þegar maður er að skoða myndir. Með Social Fixer (tengill í lok greinar) er hægt að slökkva á því, ásamt því sem hægt er að gera margar litlar breytingar, sem falla að óskum notandans.
„Download YouTube Videos as MP4“ er mjög einföld viðbót fyrir alla helstu vafra. Með viðbótinni þá bætist lítill „download“ linkur hægra megin við „Share“ á öllum YouTube myndböndum sem maður horfir á, sem getur einfaldað manni lífið til muna, einkum ef maður er að horfa á sömu myndböndin aftur og aftur. Með þessu móti er hægt að spara dýrmæta bandvídd með því að hala myndbandinu einfaldlega niður á tölvuna, og spila það svo aftur beint af tölvunni í staðinn fyrir að fara á YouTube.

Margur Facebook notandinn kvartar sáran undan því að þurfa alltaf að smella á „Nýtt“ eftir að fréttaveitan birtist eftir innskráningu. Ástæðan er sú að þessar færslur sem Facebook flokkar „Helstu fréttir“ eru oft og tíðum fréttir gærdagsins sem enginn hefur áhuga á.