Það kannast margir við það að hafa keypt tiltölulega ódýra sköfurakvél, en reka svo upp stór augu þegar rakvélarblaðið er orðið lélegt, og 4-5 ný rakvélarblöð kosta meira en vélin sjálf. Svipuð aðferð er einnig notuð t.d. af framleiðendum bleksprautuprentara, þar sem prentararnir sjálfir eru oft einungis tvöfalt dýrari en blekhylkin í þá.

Með því að brýna rakvélarblöðin sjálfur, þá geturðu aukið líftíma hvers blaðs um 1-2 mánuði, þannig að heildarkostnaður í rakvélarblöð eru einungis 2000-3000 kr. á ári.

Til þess að brýna rakvélarblaðið, þá tekurðu einfaldlega upp rakvélina þína, og ýtir henni u.þ.b. 20 sinnum frá þér. Vinsælustu aðferðirnar mæla með því að maður noti:

Fyrri aðferðin er að nota hefðbundnar gallabuxur til að brýna rakvélarblaðið eins og sést í myndbandinu efst. Hin aðferðin er að nota framhandlegginn á sér til að brýna rakvélarblaðið.

 

Ef þú kýst að fara þá leið að nota gallabuxurnar, þá mælum við ekki með því að nýjar gallabuxur séu notaðar, því óvíst er hvernig þær líta út eftir hálft ár ef þú notar þær alltaf til að brýna rakvélarblaðið þitt. Að neðan má svo tvö myndbönd sem sýna í máli og myndum hvernig rakvélarblöð eru brýnd.

Author

Write A Comment

Exit mobile version