Með því að binda svokallaðan Ian’s hnút þá reimar þú skóna þína fast og örugglega, og eflaust mun hraðar en þú gerir nú. Það tekur smá tíma að átta sig á því hvernig þú bindur þennan hnút, en þegar þú hefur náð tökum á því, þá geturðu sparað þér einhverjar mínútur daglega sem annars fara í að reima skóna.
Ítarlegar leiðbeiningar má finna á skóreimasíðu Ian’s en einnig er hægt að sjá hvernig hann er hnýttur í myndbandinu að ofan.


![Reimaðu skóna hraðar með nýrri aðferð [Heimilisráð]](https://i0.wp.com/einstein.is/media/2012/01/einstein-150x150x1.png?resize=150%2C150&ssl=1)