Þær fréttir bárust frá fyrirtækinu Apple fyrr í vikunni að stefnan væri sett á útgáfu nýs stýrikerfis núna í sumar. Stýrikerfið mun bera heitið Mountain Lion og felur í sér ýmsar nýjungar. Þar ber helst að geta Notification Center og skilaboðaforrit, sem sameinar iMessage úr iOS og iChat í Mac. iOS notendur eru kunnugir þessum atriðum, en þetta eru meðal sterkustu eiginleika iOS 5 sem kom út í október á síðasta ári.

Auk ofangreindra nýjunga þá kemur líka AirPlay speglun (e. AirPlay mirroring), sem margir notendur vonuðust til að sjá í Lion. AirPlay speglun gerir eigendum Apple TV tækja kleift að sjá (og sýna öðrum) í sjónvarpinu það sem er að gerast í tölvunni, en þetta er þegar hægt með iPad 2 og iPhone 4S.

Í myndaalbúminu að neðan má sjá hvernig Mountain Lion mun koma til með að líta út.

[nggallery id=7]

Author

Write A Comment

Exit mobile version