Bill Gates var í viðtali hjá Yahoo! fyrir stuttu þar sem hann ræddi góðgerðarstörf sín, hvernig hægt væri að bæta bandaríska skóla og einnig fund sem hann átti við Steve Jobs nokkrum mánuðum áður en hann lést. Í viðtalinu fer Gates fögrum orðum um fyrrum keppinaut sinn, þar sem þeir ræddu saman um fortíðina, fjölskyldur sínar og hvernig tæknin og iðnaðurinn í kringum hana hefði breyst í áranna rás.

Myndbandið er stutt og áhugavert, og það er hægt að sjá það hér að neðan.

 


Á vef Yahoo! er einnig hægt að sjá Gates ræða um störf sín í þágu góðgerðarmála, en Gates hefur gefið ríflega helming auðæfa sinna til góðgerðamála.
Author

Write A Comment

Exit mobile version