Call Recorder Mac

Mac: Ef þú notar Skype mikið til að tala við vini eða vandamenn erlendis, þá viltu ef til vill eiga upptöku af samtalinu til að horfa á síðar meir. Með forritinu Call Recorder frá hugbúnaðarfyrirtækinu Ecamm þá er notendum kleift að gera þetta.

Forritið er í rauninni bara lítil viðbót sem bætir upptökuglugga við Skype, þannig að notandinn getur tekið upp bæði hljóð og mynd án nokkurra vandræða. Skrárnar eru vistaðar á QuickTime sniði (e. format), en ef þú ert með hljóðskrá þá er leikur einn að breyta henni í mp3 skrá.

Hægt er að ná í fría prufuútgáfu á heimasíðu Ecamm, en annars kostar Call Recorder $14.95, eða rétt tæplega 2000 krónur. Forritið gerir lágmarkskröfur um hugbúnað sem er svohljóðandi: Mac OS X Leopard (10.5), QuickTime 7 og Skype fyrir Mac 2.5.

Author

Write A Comment

Exit mobile version