Samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Twitter og nú Google+ hafa náð mikilli útbreiðslu á undanförnum árum (Facebook þá einna helst). Eins og flestum er kunnugt um þá er Facebook stóri bróðir þegar samfélagsmiðlar eru annars vegar, og fyrirtækið hefur að vissu leyti breytt því hvernig einstaklingar hafa samband við hvorn annan, því fólk notar nú tölvupóst í minna mæli og sendir frekar bara Facebook skilaboð eða skrifar á vegginn hjá viðkomandi aðila.

Eitt helsta áhyggjuefni manna er hvernig friðhelgi manns sé háttað á hverjum miðli fyrir sig. Fyrirtækið ZoneAlarm bjó til skýringarmynd, sem sýnir m.a. hvernig karlar og konur hafa friðhelgisstillingar sínar, hvort yngra eða eldra fólk hugar meira að friðhelgi sinni á samfélagsmiðlum, leiðbeiningar um hvernig maður getur verndað friðhelgi sína á samfélagsmiðlum og fleira.

Author

Write A Comment

Exit mobile version