Samfélagsmiðillinn Pinterest er sífellt að bæta við sig notendum, en í janúar á þessu ári fór Pinterest yfir 10 milljóna múrinn, og náði þeim notendafjölda hraðar heldur en nokkur annar samfélagsmiðill í sögunni.

Líklegt þykir að notendum muni fjölga enn frekar í ljósi þess að fyrirtækið sendi nýverið frá sér forrit fyrir Android og iPad (iPhone forritið kom út í mars 2011). 

Pinterest er vinsælast meðal kvenna, og einnig verðandi brúðhjóna, sem hafa notað miðilinn til að búa til gjafalista, eða skipuleggja brúðkaup með hjálp Pinterest.

Pinterest er ókeypis í App Store og Google Play, og tenglar á hvort forritið um sig fylgir hér fyrir neðan.

Author Ritstjórn

Write A Comment