Oprah Surface

Bandaríska sjónvarpskonan Oprah Winfrey lýsti nýverið aðdáun sinni á Surface spjaldtölvunni frá Microsoft. Ástæðan fyrir því að við erum að flytja fréttir af því er að hún skrifaði Twitter færslu um það, en notaði iPad spjaldtölvu frá Apple en ekki Surface spjaldtölvuna.

Það þykir nokkuð augljóst að þessi Twitter færsla frá Oprah var styrkt af Microsoft, sem skv. ZDNet er að eyða 52 milljörðum króna (400 milljónum dollara) í gífurlega markaðsherferð fyrir Surface spjaldtölvuna.

Oprah gæti verið hluti af þeirri herferð, enda eru áhrif Oprah í Bandaríkjunum slík að ef sjónvarpskonan setur vörur fyrirtækja á „Favorite Things“ listann sinn þá geta fyrirtæki oft ekki annað eftirspurn í kjölfarið.

Tístið má sjá aftur hér fyrir neðan:

Author

Write A Comment

Exit mobile version