Ljósmyndarinn Jack Hollingsworth gerði nýlega litla rannsókn þegar hann sinnti starfi sínu út um víðan völl.

Það sem hann gerði var að taka myndir á DSLR vélina sína, og taka sömu mynd samhliða á iPhone símann sinn. Hann bar svo myndirnar saman til að kanna muninn á myndavélunum tveimur.

Niðurstöðurnar komu honum skemmtilega á óvart, en þær sýndu að munurinn væri varla sjáanlegur.

Í eftirfarandi myndbandinu, sem hann gerði fyrir Macworld 2013 ráðstefnuna, má sjá samanburðinn auk þess sem hann ræðir nánar iPhone ljósmyndun, og af hverju iPhone síminn er núna myndavél hans númer eitt.

Author

Write A Comment

Exit mobile version