Skype

Microsoft sendi öllum notendum Microsoft Messenger þjónustunnar póst í gær, og greindi þeim frá því að þjónustan verði ekki í boði frá og með 15. mars 2013.

Þann dag munu allir Messenger notendur vera færðir yfir til Skype (sem Microsoft keypti í maí 2011 fyrir 973 milljarða)

Skype mun gefa notendum Messenger og Skype kosta á því að sameina reikninga sína, svo þeir geti talað við bæði tengiliði á Messenger og Skype á sama tíma. Einnig verður hægt að innskrá sig með því notandanafni og lykilorði sem notað var í Messenger þjónustunni.

Author

Write A Comment

Exit mobile version