Þegar kynnti Instagram fyrirhugaðar breytingar á friðhelgisskilmálum sínum (sem þeir drógu svo til baka) þá loguðu netheimar. Margir flúðu Instagram og leituðu annað (t.d. yfir á Flickr.
Þótt friðhelgisskilmálar Instagram séu óbreyttir, þá virðist sem fyrirtækið sé rúið trausti notenda sinna eftir allan þennan sirkus, sem vilja margir hverjir eyða reikningi sínum. Ef þú ert í hópi þessara notenda þá skaltu fyrst taka afrit af Instagram myndunum þínum áður þú segir skilið við þjónustuna.
Skref 1: Afrita Instagram myndir
Vefsíðan Instaport gerir þér kleift að tengjast Instagram reikningnum þínum, taka saman allar myndirnar þínar og hlaða þeim niður í þjappaðri .zip skrá sem þú ræður svo hvað þú gerir við.
Skref 2: Eyða Instagram reikningnum
Þegar þú hefur sótt .zip skrána þá skaltu eyða Instagram reikningnum þínum. Það gerirðu með því að skrá þig inn á Instagram.com í hefðbundnum vafra. Þegar þangað er komið skaltu fara í Edit Profile, skruna niður og smella á „I’d like to delete my account“ eins og á myndinni fyrir neðan.
;