Twitter #music

Bandaríski samfélagsmiðilinn Twitter svipti í dag hulunni af þjónustunni Twitter #music sem fyrirtækið segir að muni breyta því hvernig fólk finnur tónlist á netinu.

Þjónustan byggir (eðlilega) á Twitter, og fer í gegnum Twitter færslur til að finna vinsælustu lögin hverju sinni, og hugsanlegar stjörnur morgundagsins.  Lögin á Twitter #music koma frá þremur tónlistarveitum: iTunes, Spotify eða Rdio.

Notendur geta heyrt lagabúta úr öllum lögum frá iTunes, auk þess sem Spotify og/eða Rdio áskrifendur geta innskráð sig á reikninga sína og hlustað á lögin í allri sinni dýrð (að því gefnu að lögin séu til hjá viðkomandi þjónustu).

Auk þjónustunnar þá kynnti Twitter líka sérstakt snjallforrit fyrir Twitter #music. Rétt eins og var tilfellið með forritið Vine sem Twitter kynnti í janúar, þá kemur forritið einungis fyrir iOS fyrst um sinn, þannig að notendur Android eða annarra stýrikerfa þurfa að bíða spenntir.

Vefútgáfan af Twitter #music á music.twitter.com verður fyrst um sinn einungis í boði fyrir notendur í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Írlandi, Ástralíu og Nýja Sjálandi.

iOS forritið virkar aftur á móti mjög vel. Einstaklingar velja bara hvaða lag þeir vilja heyra, og þá byrjar eins 30 sekúndna lagabútur. Þegar lagabúturinn er búinn þá byrjar næsti lagabútur í samfelldri spilun. Tilvalið fyrir þá sem eru að leita að tónlist fyrir helgarteitið.

UPPFÆRT: 4. des 2014: Þjónustan hætti fyrr á árinu.

Author

Write A Comment

Exit mobile version