Mac - PDF læst skjal

Ef þú ert að vinna með eitthvað skjal sem þú vilt deila með vinkonu eða ættingja, en vilt ekki að hver sem er geti verið að hnýsast í skjalið, þá getur verið heppilegt að læsa skjalinu með lykilorði.

Margir í þessum sporum kaupa þá gjarnan dýr forrit til að læsa skjölunum örugglega. Einfaldasta lausnin er þó ókeypis og í boði fyrir hvern þann sem er með Mac OS X uppsett á tölvunni sinni, þökk sé PDF „prentaranum“ sem fylgir stýrikerfinu.

Eina sem þú þarft að gera er eftirfarandi:

Skref 1: Opnaðu skrána sem þú vilt breyta í læst PDF skjal.

Skref 2: Farðu í File > Print og smelltu þar á Save as PDF.

 

Skref 3: Í glugganum sem birtist þá skaltu smella á Security Options.

Skref 4: Nú geturðu ýmist gert áskilnað um að þeir sem opni skjalið þurfi að vita lykilorð til að opna skjalið og/eða prenta skjalið eða afrita texta eða annað efni úr því.

Skref 5: Smelltu á OK og vistaðu skjalið.

Þegar þú opnar PDF skjalið þá biður Preview (eða annar PDF lesari) þig um lykilorð, eins og í myndinni efst í greininni.

Upp á gamanið þá fylgir hér gömul grein sem var breytt í læst PDF skjal, sem lesendur geta sótt. Lykilorð til að opna skjalið er „einsteinis“ og lykilorð til að afrita efni úr skjalinu er „heimili“ (án gæsalappa í bæði skiptin). Sækja greinina [download id=“3″].

Author

Write A Comment

Exit mobile version