Þegar Mac OS X Yosemite kemur í haust, þá mun nýtt og betra Photos fyrir OS X forrit fylgja með pakkanum.

Ýmsir kostir fylgja þessari ákvörðun, en einhverjir gallar líka, því nú hefur komið í ljós að Apple hefur ákveðið að hætta þróun á Aperture, forriti sem margir ljósmyndarar hafa m.a. nýtt sér til að halda utan um myndasöfn og fleira.

Notendur munu geta flutt Aperture myndasöfn sín yfir í Photos fyrir OS X þegar það kemur út og Photos fær marga af eiginleikum sem voru áður einungis í Aperture.

Aperture mun fá litla uppfærslu þannig að núverandi útgáfa virki í OS X Yosemite, en það verður þá síðasta uppfærsla forritsins.

Write A Comment

Exit mobile version