LG hefur tilkynnt að G3 notendur muni brátt fá uppfærslu í Android 5.0, eða Android Lollipop eins og stýrikerfið er jafnan kallað í daglegu tali.
Pólskir neytendur verða þeir fyrstu til að geta halað stýrikerfinu niður og uppfært tækin sín, en síðan munu eigendur tækisins á öðrum svæðum fá möguleika á uppfærslu. Miðað við fréttir á erlendum vefmiðlum þá má reikna með því að uppfærslan verði möguleg á öllum G3 tækjum undir lok þessa árs.
Get ég þóst vera í Póllandi og sótt uppfærsluna?
Þar sem við á Einstein erum með ýmsa leiðarvísa sem varða það hvernig maður getur þóst vera á öðrum stað en maður er í raun, þá var þetta eitthvað sem hugur okkar beindist að. Það er því miður ekki hægt, því möguleiki á uppfærslu tengist IMEI og serial númeri tækis.
Uppfært: Svo virðist sem LG hafi verið aðeins of fljótir á sér í þessari fréttatilkynningu, en samskipti okkar við íslenska Android sérfæðinga hafa leitt í ljós að Motorola Moto X var fyrstur til að fá uppfærsluna, og eigendur Moto X Pure Edition (líkt og er seldur hérlendis) geta sótt uppfærsluna beint úr tækjum sínum.