WWDC 2015

Hin árlega WWDC ráðstefna á vegum Apple hefst kl. 17 að íslenskum tíma með lykilræðu (e. keynote) helstu stjórnenda fyrirtækisins. Þar kynnir Apple það nýjasta og besta sem fyrirtækið er að vinna að hverju sinni.

Þeir sem hafa fylgst með WWDC undanfarin ár vita kannski að þar sviptir Apple jafnan  hulunni af nýjasta stýrikerfi iOS og Mac OS X. Í ár er einnig talið að Apple muni kynna betri forritunarstuðning á Apple Watch, nýja streymiþjónustu og hugsanlega einhverja nýjung sem tengist Apple TV (sem þykir samt ólíklegt eins og staðan er í dag).

Stóra spurningin er er samt þessi: hvernig er hægt að horfa á WWDC í beinni? Hér fyrir neðan listum við helstu leiðirnar, bæði augljósa valkosti á Apple TV, Mac og iOS, auk krókaleiða til að fylgjast með þessu á Windows og Android.

WWDC á Apple TV

Til að horfa á WWDC á Apple TV þá þarftu að vera með nýjustu hugbúnaðarútgáfu uppsetta á tækinu þínu. Þú getur kannað hvaða útgáfa er uppsett á tækinu með því að fara í Settings > General > About.

Nýjasta útgáfan er 6.2.1 á Apple TV 2 og 7.1 á Apple TV 3, þannig að ef þú ert með eldri útgáfu en þetta, þá skaltu fara í Settings > General > Software Updates og smella á Update Software til að sækja nýjustu útgáfu. Mælum með að þú gerir þetta a.m.k. klukkutíma áður en atburðurinn byrjar því þetta getur tekið sinn tíma.

Eftir að þú hefur uppfært í nýjustu útgáfu, þá smellirðu á Apple Events, og svo Play þegar atburðurinn er að byrja.

WWDC á Mac og iOS

Mac og iOS notendur þurfa bara að opna Safari (ath! Safari, ekki annan vafra) og fara á apple.com/live

Ath! Til að geta horft á þetta þaðan þarftu að vera með Safari 6.0.5 eða nýrra á Mac OS X 10.8.5 eða nýrra stýrikerfi. Eigendur iOS tækja þurfa að vera með iOS 6 eða nýrra geta horft á viðburðinn í Safari.

WWDC á Windows, Linux og Android

Ef þú vilt horfa á viðburinn í Windows eða Android þá skaltu byrja á því að sækja VLC Media Player. (Þetta ætti fræðilega séð líka að virka á Linux og eldri Mac tölvum, en við miðum leiðbeiningarnar við Windows og Android).

Þegar þú hefur sótt og opnað forritið þá þarftu að gera þetta þegar viðburðurinn byrjar (getur prófað nokkrum mínútum áður):

Windows
Opnaðu VLC Media Player. Veldu þar Media > Open Network Stream. Þar skaltu smella á Network og slá inn eftirfarandi slóð í network URL:

http://p.events-delivery.apple.com.edgesuite.net/15pijbnaefvpoijbaefvpihb06/m3u8/atv_mvp.m3u8

Android
Sæktu og opnaðu VLC Media Player. Veldu þar Stream og sláðu inn eftirfarandi slóð:

http://p.events-delivery.apple.com.edgesuite.net/15pijbnaefvpoijbaefvpihb06/m3u8/atv_mvp.m3u8

Ath! Það getur verið að slóðin virki ekki fyrr en viðburðurinn byrjar.

Write A Comment

Exit mobile version