Fassbender - Jobs

Fyrsta stiklan fyrir Steve Jobs kvikmyndina er komin út. Þetta er svokölluð kitla (eða teaser trailer), og sem slík þá eru myndbrotin ekki mörg. Ólíkt hinni arfaslöku Jobs með Ashton Kutcher, þá byggir þessi á ævisögu Walter Isaacson um Jobs, sem seldist í bílförmum þegar hún kom út árið 2011.

Aaron Sorkin skrifaði handritið (The Social Network, The West Wing, The Newsroom) og Danny Boyle leikstýrði (Transpotting, Slumdog Millionaire, 127 Hours).

Þegar Sony var með kvikmyndaréttinn að bókinni þá átti David Fincher upphaflega að leikstýra myndinni, en í tölvupóstum stjórnenda Sony kom fram að hann hefði viljað stjórna allri markaðssetningu myndarinnar, nokkuð sem Sony tók ekki í mál. Eftir miklar pælingar þá hætti Sony við gerð myndarinnar.[1. Mashable: How Sony Lost the Steve Jobs movie: The inside story from the hacked emails]. Universal Pictures greip gæsina, og úr varð þessi mynd sem kemur í kvikmyndahús næsta haust.

Write A Comment

Exit mobile version