Mér leikur forvitni á að vita eitt. Er mikið vandamál að vera með mörg Apple TV á sama heimili, þ.e. þarf ég þá nýjan aðgang að playmoTV, Netflix og Hulu Plus fyrir hvert þeirra, eða get ég sameinað þetta allt saman?
1 Answers
Þótt þú sért með mörg Apple TV þá ættirðu að geta verið með sama reikninginn á þeim öllum. Almenna reglan er sú að Netflix leyfir þér að streyma af tveimur tækjum á sama tíma (eða fjórum ef þú ert með fjölskylduáskrift), en Hulu Plus bara einn.
Varðandi playmoTV þá nægir líka að vera með einn reikning fyrir öll tækin.
Please login or Register to submit your answer