Flokkur

Neytendur

Flokkur

Það þekkja allir, flestir… ok einhverjir það vandamál að lána vini eða ættingja geisladisk, en finna svo ekki hulstur með.  Í þeim tilfellum er oft um skrifaðan disk að ræða, eða geisladisk sem geymdur í glæsilegri Case Logic tösku eins og á myndinni að ofan.

Það vandamál er hægt að leysa með einföldum hætti, því ef þú ert með geisladisk og A4 blað, þá geturðu búið til geisladiskahulstur úr sjálfu blaðinu.

Súraldinsneið í vatni

Þegar maður vill fá kaldan drykk með sítrónu, þá er heldur leiðinlegt að setja bæði klaka og sítrónu í glasið ef ætlunin er að fá sér meira en tvo sopa í einu glasi. Hægt er að slá tvær flugur í einu höggi með því að skera annaðhvort súraldin (e. lime) eða sítrónu í litlar sneiðar og smella þeim inn í frysti. Færð þá bæði bragðbætinguna úr ávextinum, auk þess sem drykkurinn helst kaldur.