fbpx

Á hverju ári um miðjan júlí er Amazon með svokallaðan „Prime Day“ þar sem margar vinsælar vörur í versluninni eru seldar með ríflegum afslætti. Þetta er einn stærsti dagur ársins hjá Amazon, sem sumir eru byrjaðir að líkja við hinn svarta föstudag (e. Black Friday) sem festi sig í sessi fyrir löngu síðan. Prime Day byrjar á morgun, 15. júlí og hátíðin stendur út þriðjudaginn 16. júlí (á bandarískum tíma).

Ef þú ert ekki með Amazon Prime þá geturðu skráð þig í þjónustuna hér. Hún kostar $119 á ári eða $12.99 á mánuði. Með Amazon Prime geturðu fengið allar vörur sem eru merktar Prime sendar innan Bandaríkjanna á tveimur dögum. Einnig fylgir aðgangur að Amazon Prime Video US (sjá grein um hvernig þú horfir á það hérlendis).

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar vörur sem eru á góðu verði. Um flestar, jafnvel allar, þessar vörur þá er einungis hægt að senda þær innan Bandaríkjanna. Þetta hentar því þeim sem annaðhvort eiga leið um Bandaríkin á næstu dögum og vilja senda pakka á hótelið sitt. Einnig þeim sem eiga ættingja eða vini í Bandaríkjunum eða nota þjónustu á borð við MyUS til að safna pökkum og senda til Íslands.

iPad

  • iPad 32 GB Wi-Fi á algjöru botnverði, kostar núna $249 (venjulegt verð $329)

Amazon Fire TV

  • Fire TV Stick 4K er á $24.99 (venjulegt verð $49.99). Þetta eru fín tæki, og t.a.m. vinsælli en Apple TV í Bandaríkjunum. Köldu stríði á milli Amazon og Google virðist vera að ljúka því YouTube forrit kom á tækið fyrr í þessum mánuði.
  • Fire TV Cube er á $69.99 (venjulegt verð $119.99)

Amazon Echo hátalarar

Kindle lesbretti

  • Amazon Kindle Paperwhite 32GB – $109.99 (venjulegt verð $159.99) – Eitt besta tækið sem hægt er að taka með í fríið ef þú vilt lesa í sólinni. Nýjasta útgáfan er vatnsheld og með betri upplausn en fyrri kynslóðir Kindle lesbretta. En ef þér finnst þessi of dýr þá geturðu einnig keypt:
  • Amazon Kindle – $59.99 (venjulegt verð $89.99)

Heyrnartól og hátalarar

Eero netbeinar