Get ég spilað úr þráðlaust iTunes frá Mac, eða þá iPad/iPhone á Samsung Smart TV. Sjónvarpið er nettengt og ég get notað iPad og iPhone sem fjarstýringu á sjónvarpinu. Langar þó helst að hafa þetta svo þannig að allir á heimilinu geti spilað efni af öllum tækjum. Er kannski auðveldara að vera með Apple TV?
1 Answers
Það er ekki hægt beint úr iTunes, en á sumum Samsung sjónvörpum er hægt að setja upp margmiðlunarforritið Plex, sem tengist Plex Media Server á Mac/PC tölvum.
Hægt er að tengja Plex Media Server við iTunes, og með þeim hætti ættirðu að geta spilað tónlist á sjónvarpinu þínu. Það er held ég skásta leiðin miðað við lýstum aðstæðum.
Þráðlaus spilun beint úr iPad/iPhone er erfiðari, og þá er Apple TV auðveldasti kosturinn, en þá geturðu spilað bæði hljóð og mynd með AirPlay tækninni (sjá grein okkar um AirPlay hér)
Please login or Register to submit your answer