fbpx
Spurt og svaraðCategory: AlmenntEr hægt að spila þráðlaust úr iTunes eða iOS tækjum á Samsung snjallsjónvörpum?
Spurning í tölvupósti asked 10 ár ago
Get ég spilað úr þráðlaust iTunes frá Mac, eða þá iPad/iPhone á Samsung Smart TV.   Sjónvarpið er nettengt og ég get notað iPad og iPhone sem fjarstýringu á sjónvarpinu. Langar þó helst að hafa þetta svo þannig að allir á heimilinu geti spilað efni af öllum tækjum. Er kannski auðveldara að vera með Apple TV?
1 Answers
Avatar photoRitstjórn Staff answered 10 ár ago
Það er ekki hægt beint úr iTunes, en á sumum Samsung sjónvörpum er hægt að setja upp margmiðlunarforritið Plex, sem tengist Plex Media Server á Mac/PC tölvum. Hægt er að tengja Plex Media Server við iTunes, og með þeim hætti ættirðu að geta spilað tónlist á sjónvarpinu þínu. Það er held ég skásta leiðin miðað við lýstum aðstæðum. Þráðlaus spilun beint úr iPad/iPhone er erfiðari, og þá er Apple TV auðveldasti kosturinn, en þá geturðu spilað bæði hljóð og mynd með AirPlay tækninni (sjá grein okkar um AirPlay hér)
Author