Ég er að skipta um fjarskiptaþjónustu, og sé fram á að vera netlaus um tíma. Get ég notað iPadinn minn, sem er með 3G, sem router á meðan ég er í þessu millibilsástandi?
Já, þú getur alltaf búið til Personal Hotspot og notað iPadinn þannig sem router fyrir tölvur sem tengjast honum. Rafhlaðan á iPadinum klárast þá samt mun fyrr, og gæti haft einhver áhrif ef iPadinn er einnig í notkun.