Hvað gerir Airport Extreme og Time Capsule.
Ég er með Macbook Pro. Mun þetta bæta einhvað nettenginguna í henni. Einnig var ég að kaupa Apple TV og hvað mun það gera fyrir það?
1 Answers
Airport Extreme er router sem vinsælt er að nota með ljósleiðara frá Gagnaveitunni. Einnig er hægt að nota routerinn þótt maður sé með ADSL tengingu en þá þarf viðkomandi einnig að vera með router frá þjónustuaðila.
Hvort það bæti nettenginguna er eitthvað sem hver verður að dæma fyrir sig, en Airport Extreme er eflaut einn allra öflugasti routerinn á markaðnum í dag, þannig að ef þú ert í stóru húsnæði þá nærðu oft betra merki á milli herbergja heldur en með öðrum routerum. Time Capsule er í raun bara Airport Extreme með innbyggðum hörðum disk. Ég mæli frekar með því að kaupa Airport Extreme ef valið stendur á milli þessara tveggja hluta, því ef diskurinn bilar þá er minna mál að tengja nýjan disk við Airport Extreme heldur en að skipta út innværum hörðum diski á Time Capsule.
Airport Extreme bætir ekki Apple TV neitt að ráði, nema ef/þegar jailbreak kemur fyrir Apple TV 3. Ef þú keyptir eldri útgáfu af Apple TV þá geturðu jailbreakað tækið, og í þeim tilvikum getur Apple TV t.d. spilað efni af hörðum disk sem tengdur er við Airport Extreme.
Ef þú ert með nýja Macbook Pro með Mountain Lion þá geturðu speglað tölvuna og þannig spilað video á Apple TV.
Please login or Register to submit your answer