fbpx
Spurt og svaraðCategory: iOSHvernig módel af iPhone 6 á ég að kaupa ef ég fer til Bandaríkjanna?
Spurning í tölvupósti asked 10 ár ago
Ég rakst á þessa grein um iPhone 6 kaup í Bandaríkjunum, http://einstein.is/2014/10/08/iphone-6-kaup-bandarikjunum/   Er að spá hvort ég þurfi að varast eitthvað ef ég kaupi iPhone núna í Bandaríkjunum
1 Answers
Avatar photoRitstjórn Staff answered 10 ár ago
Nú fæst síminn ólæstur (e. unlocked) í Apple verslunum vestanhaf, þannig að það er nóg að fara í næstu Apple Store og greina starfsmanni frá því að þú þú viljir kaupa ólæstan iPhone síma til notkunar í Evrópu. Hann virkar hérlendis á 4G tíðninni vandræðalaust.


Frekari upplýsingar
Þetta módelvandamál byrjaði á þegar iPhone 5 kom á markað, en þá studdi vinsælasta gerðin, þ.e. AT&T módelið ekki 4G tíðnina sem er notuð hérlendis, þ.e. LTE Band 3 (1800 Mhz). Fari maður á https://www.apple.com/iphone/LTE/ þá sést hvaða 4G tíðnir eru studdar af iPhone 6 gerðunum, en allar gerðirnar styðja LTE band 3, sem er notuð hérlendis. Með því að skruna langt niður þá sést iPhone 5 og þá þetta:

Nú fæst síminn ólæstur (e. unlocked), þannig að það dugar þér að fara í næstu Apple verslun og segja að þú viljir kaupa ólæstan iPhone síma sem þú viljir nota í Evrópu. Hann virkar hérlendis á 4G tíðninni án nokkurra vandræða :) Vandamálið með iPhone 5 er að AT&T módelið (sem var vinsælast) studdi ekki 4G tíðnina sem er notuð hérlendis, þ.e. LTE Band 3 (1800 Mhz). Ef þú ferð á https://www.apple.com/iphone/LTE/ þá sérðu hvaða 4G tíðnir eru studdar af iPhone 6 gerðunum, en allar gerðirnar styðja LTE band 3.
Author