fbpx
Spurt og svaraðCategory: Netflix, Hulu o.fl.Þarf ég að vera með iTunes reikning til að nota Netflix?
Spurning í tölvupósti asked 10 ár ago
Ég fylgdi leiðbeiningunum ykkar til að stofna netflix account á Íslandi en það gekk ekki fullkomnlega. Netflix virkar í tölvunni minni og ekkert mál með það en þegar ég reyni að tengjast netflix í gegnum apple tv þá gengur ekkert. Reyndar er eitt skref sem uppá vantar en Airport Utility neitar að finna apple tv svo ég get ekki fylgt síðasta skrefinu   Getur verið að þetta sé að valda því að apple tv sé ekki að ná að logga mig inn á netflix? Ég er búinn að breyta öllum stillingum skv. leiðbeiningum ykkar, bæði í tölvunni og í apple tv.   Svo er ég reyndar ekki með itunes account. Þarf ég að hafa slíkan?
1 Answers
Avatar photoRitstjórn Staff answered 10 ár ago
Þú segir að Airport Utility finni ekki Apple TV. Ertu viss um að þú sért ekki að ruglast á Apple TV og Airport Extreme í leiðarvísinum? Airport Utility á nefnilega ekkert að finna Apple TV-ið. Á ekki að skipta máli þótt þú sért ekki með iTunes account. Það skiptir bara máli ef þú vilt nota Home Sharing úr tölvu yfir í Apple TV, eða nota Remote forritið fyrir iOS sem fjarstýringu á Apple TV.
Author