fbpx
Spurt og svaraðCategory: AlmenntVandamál með Airport Extreme
Spurning í tölvupósti asked 10 ár ago
Ég er að velta einu fyrir mér. Er með Airport extreme tengt í ljósleiðarabox hjá mér og allt í goody, ég kemst á netið og allt í góðu lagi.   Vandamálið er hins vegar það að ég fór eftir þínum leiðbeiningum um uppsetningu á routernum mínum og þá vill hann ekki virka. Í "Internet connection", það í "connection sharing" á maður að velja "share a puplic IP address". Routerinn minn vill ekki leyfa mér það og segir að ég verði að velja Bridge mode. Ástæðan sé sú að annars er tvöfalt NAT, bæði á airport routernum og ljósleiðaraboxinu.
1 Answers
Avatar photoRitstjórn Staff answered 10 ár ago
Fyrst, ertu búinn að uppfæra firmware-ið í topp?   Annað, hefurðu prófað að hunsa þessi Double-NAT skilaboð og sjá hvað gerist? Annars ættirðu ekki að vera að fá Double-NAT, þar sem að ljósleiðaraboxið er bara opin tenging, en er í sjálfu sér ekki að sjá um neina NAT stjórnun.   Þetta með download-magnið gæti auðvitað stafað af því að einhver óprúttinn aðili hafi komist inn á netið þitt, og sé að nýta sér þitt nett í niðurhal og annað.   Ég rak mig á þessa Double-NAT villu þegar ég var að vesenast í þessu fyrstÞað sem ég gerði við því var að fara í Airport Utility, velja mitt Airport Extreme tæki, og gerði þar bara Restore Default Firmware og gerði allt í rauninni frá byrjun. Svo með því að   Varðandi öryggi á þráðlausa netinu, og lykilorð, þá mæli ég með því að hafa WPA2 Personal, því það tryggir bæði mikið öryggi án þess að hraðinn minnki við það (ekki WEP, auðvelt að brjótast í gegnum það). Mæli svo einnig með að hafa eitthvað langt lykilorð sem er samt auðvelt að muna (nefni sem dæmi, heimilisfang náins ættingja (þá með húsnúmeri), en ekki qwerty1234. Mögulega ertu að hrista hausinn yfir því að maður skuli nefna þetta yfir höfuð, en það er raunar ótrúlegt hversu margir hafa netið sitt með sáraeinföldum lykilorðum, sem auðveldar fólki að komast inn á netið þeirra. Þá skaltu ekki hafa sama lykilorð inn á Airport Extreme-ið og þú hefur á þráðlausa netið sjálft.
Author