fbpx
Tag

iPhone ráð

Browsing

iPhoneMargir kannast við það að fara í stutt ferðalag, koma svo heim og símreikningurinn slagar upp í verð farmiðans. Ástæðan fyrir því er sú að þegar maður er staddur erlendis, þá er síminn í svokölluðum „Data Roaming“ ham, þannig að þú ert ekki að nota áskriftina þína, heldur borgar fyrir hvert megabæti sem þú nærð í. Verð fyrir 1 MB í Bandaríkjunum er t.d. frá 1500 og upp í 2000 kr, þannig að með heimsókn á örfáar heimasíður getur verið dýrara en kvöldmaturinn þinn. Til að koma í veg fyrir háan símreikning er hægt að gera tvennt.

iPhoneEf þú ert svo skjálfhentur að þú nærð aldrei góðri mynd, eða vilt geta tekið fjarstýrðar myndir, þá geta heyrnartólin sem fylgdu með iPhone símanum þínum komið að gagni. Ef þú ert með iOS 5 uppsett á iPhone, iPad eða iPod touch tækinu þínu, þá geturðu einfaldlega tengt heyrnartólin þín og notað hækka takkann (e. volume up) til að smella af mynd þegar þú ert í Camera forritinu.

iPhoneEf þér finnst netið á símanum vera hægara en gamla 56k tengingin þín árið 1996 þá er einfalt ráð til við því, sem virkar í mörgum tilfellum. Lausnin felst í því að nota ekki sjálfgefna DNS þjóna, heldur bæta við DNS þjónum frá annaðhvort Google eða OpenDNS.

Til að nota ofangreinda DNS þjóna þá skaltu gera eftirfarandi: