kindle

Flestir eigendur Kindle lestölvunnar frá Amazon þekkja það hvimleiða vandamál að geta ekki keypt íslenskar rafbækur fyrir tölvuna sína (nema á skinna.is sem selur rafbækur í sniði sem Kindle tölvan les). Ástæðan er ávallt sú sama, viðkomandi búð selur bækurnar í ePub sniði.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan munum við sýna hvernig hægt er að breyta ePub skrám (e. convert) yfir í snið sem Kindle lestölvurnar geta lesið.

Skref 1

Byrjaðu á því að sækja forritið Calibre [tengill á heimasíðu forritsins], sem er ókeypis og til fyrir Windows, Mac og Linux.

Skref 2

Tengdu Kindle við borð- eða fartölvuna þína með micro-USB snúru (fæst í öllum helstu tölvuverslunum ef þú átt hana ekki).

Skref 3

Opnaðu Calibre. Forritið biður þig um að stilla í hvaða möppu þú vilt geyma rafbækurnar þínar sem Calibre býr til.

Skref 4

Dragðu ePub skrána yfir í Calibre og smelltu á „Convert books“ í tækjastikunni efst (eða með því að hægri-smella og velja „Convert books“). Þá birtist gluggi eins og á myndinni hér fyrir neðan (smellið á myndina til að sjá hana stærri):

Skref 5

Í þessum glugga skaltu fara upp í hægra hornið, og breyta breyta Output Format yfir í MOBI eins og á myndinni fyrir neðan og smelltu síðan ´

 

Skref 6

Eftir að þú smellir á OK þá byrjar Calibre vélin að malla, sbr. mynd

Skref 7

Senda rafbókina bókina yfir í Kindle tölvuna með því að smella á „Send to device“

Skref 8

Nú skaltu taka Kindle tölvuna úr sambandi við tölvu. Windows notendur þurfa að fara í System Tray (neðst í hægra horninu) og velja þar Safely remove hardware og finna þar Kindle tölvuna. Mac notendur geta bara ýtt á Eject takkann í Finder.

Skref 9

Nú ætti bókin að vera komin á Kindle tölvuna.

Author

Write A Comment

Exit mobile version