Ef vinur eða ættingi átti innslag í útvarpsþætti, eða skemmtilegt lag var væntanlegt í spilun, þá ýtti maður einfaldlega á rauða Rec takkann og yfirgaf herbergið.
Nú er hægt að nálgast flest lög á YouTube eða ýmsum tónlistarverslunum, en það er örðugra en áður fyrir fólk að taka upp útvarpsþætti.
Forritið Audio Hijack Pro leysir úr þeim vanda. Forritið gerir manni kleift að taka upp útvarpsþætti á netinu, og raunar öll hljóð sem heyrast í tölvunni þinni þegar hún er í notkun.
Hægt er að ná í prufuútgáfu af forritinu, sem leyfir manni að taka upp í 10 mínútur en setur svo litlar hljóðtruflanir yfir upptökuna. Ef þú vilt losna við þessar truflanir þá kostar full útgáfa af forritinu $32, eða 4.100 krónur miðað við núverandi gengi.
Hér fyrir neðan er nokkuð ítarlegt myndband sem sýnir hvernig forritið virkar. Við mælum með því að horft sé á það í full screen, því annars er þetta varla sjáanlegt.