Flestir eigendur Kindle lestölvunnar frá Amazon þekkja það hvimleiða vandamál að geta ekki keypt íslenskar rafbækur fyrir tölvuna sína (nema á skinna.is sem selur rafbækur í sniði sem Kindle tölvan les). Ástæðan er ávallt sú sama, viðkomandi búð selur bækurnar í ePub sniði.
Í leiðarvísinum hér fyrir neðan munum við sýna hvernig hægt er að breyta ePub skrám (e. convert) yfir í snið sem Kindle lestölvurnar geta lesið.