„Ein af tölvunum tveimur sem var stolið frá Hugleiki, grá MacBook Pro þakin Star Wars límmiðum, hefur að geyma ævistarf Hugleiks. Þar á meðal er leikrit sem hann hefur verið með í smíðum í nokkurn tíma og áætlað er að fari á fjalir Borgarleikhússins á komandi leikári.“

-Frétt Vísis 15.júní 2011

Þarna mátti sjá tilvitnun í frétt Vísis, sem greindi frá því þegar brotist var inn til Hugleiks Dagssonar listamanns, og tölvunni hans stolið. Fréttir á borð við þessar eru sem betur fer ekki algengar, en með því að setja upp eitt forrit, þá er maður laus við þennan vanda.

Dropbox (Windows/Mac/Linux/iOS/Android/BlackBerry) er ókeypis forrit og þjónusta frá samnefndu fyrirtæki, vistar gögn með öruggum hætti á vefþjóni sínum, þannig að notendur geta nálgast þau með auðveldum hætti í tölvum sínum, snjallsímum og öðrum tækjum eða á öruggu vefsvæði þeirra á Dropbox.com.

Þegar þú byrjar að nota Dropbox, þá er það bara eins og hver önnur mappa. Að vissu leyti má segja að þetta sé eins og að vera með „My Documents“ hvar sem er í heiminum. Dropbox forritið sjálft keyrir í System Tray í Windows, og í Menubar í Mac, þannig að notendur verða ekki mikið varir við forritið þegar það er í gangi, og setja gögn sín í þar til gerða Dropbox möppu eins og hverja aðra möppu.

Hægt er að nota Dropbox ókeypis, og þá fær maður 2GB geymslupláss, eða kaupa meira geymslupláss (50GB fyrir $9.99/mánuði eða 100GB fyrir $19.99/mánuði)

Myndbandið að neðan er komið frá Dropbox mönnum og sýnir með nokkuð einföldum hætti hvernig forritið virkar.

Author

Write A Comment

Exit mobile version