Ef þú varst að skipta úr Mac yfir á Windows (eða öfugt) þá getur verið að þú hafir /alltaf/ notað eitthvað ákveðið forrit á þínu gamla stýrikerfinu, sem þér er fyrirmunað að finna á því nýja (t.d. ef þú ert núna með Mac tölvu og þráir að taka einn Minesweeper leik).
Í aðstæðum sem þessum þá getur vefsíðan AlternativeTo komið að góðum notum, því hún hjálpar notendum að finna önnur forrit sem bjóða upp á svipaða eiginleika. Eina sem maður þarf að gera er að fara á AlternativeTo.net, leita að forriti eða leik sem maður notaði áður, og leitarniðurstöður sýna svo fyrir hvaða stýrikerfi forritið virkar, hvort það sé ókeypis eða ekki, og helstu eiginleika þess.
Að neðan má t.d. sjá ýmis forrit sem hægt er að nota í staðinn fyrir iTunes.