fbpx

Það getur verið þægilegt að skreppa á næsta kaffihús, grípa tölvuna með og sinna einhverju verkefni í vinnu/skóla. En af hverju?

Það er ekki ókeypis Wi-Fi sem fyllir mann þessari andagift, né ljómandi góður kaffibolli, þótt hann skaði aldrei. Rannsóknir sýna að það sé m.a. þessi ljúfi kliður sem er gjarnan á kaffihúsum eða svipuðum vettvangi sem hafi hvetjandi áhrif á mann.

Coffitivity er lausn sem líkir eftir þessu umhverfi hvar sem þú ert, en vefsíðan/forritið spilar umhverfishljóð þannig að þér líði eins og þú sért staddur á kaffihúsi, háskólasvæði eða einhverju þvíumlíku.

Coffitivity er ókeypis. Hægt er að nota Coffitivity með því að fara á vefinn þeirra, en einnig með því að sækja forritið á Mac, iOS eða Google Play.

Write A Comment