fbpx

iPhoneHér kemur stuttur leiðarvísir um hvernig nemendur háskóla Íslands geta sett upp tölvupóst á símanum sínum. Ef þú ert með Gmail netfang, þá mælum við þó eindregið með því að þú bætir skóla- eða vinnunetfanginu þínu í Gmail, því með Gmail þá geturðu stjórnað öllum netföngunum þínum frá einum stað.

Ef þú vilt frekar hafa þetta aðskilið þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi

Skref 1: Farðu í Settings > Mail, Contacts, Calendar og smelltu á Add Account…

Skref 2: Þar skaltu skruna neðst niður og velja Other, og svo Add Mail Account undir Mail.

Skref 3: Eftir að þú smellir á New Account þá þarftu að slá inn nafn, netfang, lykilorð og lýsingu á reikningi. Þar skaltu slá inn réttar upplýsingar, nema að þú hefur auðvitað frjálst val um hvað þú ritar í lýsingarreitinn (e. description)

Skref 4: Hér færðu valmöguleika um IMAP eða POP. Veldu IMAP.

Munurinn á IMAP og og POP er að með IMAP ef þú opnar skjalið í símanum þá er það merkt sem lesið ef þú ferð í vefpóstinn þinn á webmail.hi.is. Ef þú notar POP og lest tölvupóst á símanum, þá er sá póstur ennþá merktur sem ólesinn þegar þú ferð í vefpóstinn í tölvu. Þannig að í stuttu máli, þá er IMAP alltaf betri kostur en POP.

Skref 5: Í IMAP reitnum ætti að vera búið að fylla inn í Nafn, netfang og lýsingu fyrir þig.

Í Incoming Mail Server skaltu slá inn eftirfarandi gildi
Host name: imap.hi.is
User Name: notandanafnið þitt (þ.e. ekki með @hi.is)
Password: lykilorðið þitt

Í Outgoing Mail Server skaltu hafa eftirfarandi gildi:
Host name: smtp.hi.is
User Name: notandanafn þitt (t.d. abc1 en ekki abc1@hi.is)
Password: lykilorðið þitt

Skref 6: Ýttu á Next. Nú ætti sjálfgefin stilling að vera ON fyrir Mail og OFF fyrir Notes. Ekki gera neinar breytingar á því, heldur smelltu einfaldlega á Save.
Skref 7: Til hamingju, nú ætti skólapósturinn að vera kominn í símann þinn.
Avatar photo
Author

3 Comments

  1. Það kemur bara username or password is incorrect. Hef farið of yfir en ekkert virkar. Einhverjar hugmyndir um hvað er vitlaust hjá mér ?

Write A Comment